Ertu algjör snyrtipinni eða líturðu bara út fyrir að vera það? Ertu jafn mikill töffari og þú heldur? Ertu alveg viss um að aðrir sjái þig á sama hátt og þú?

Sjónarspil er nýtt íslenskt, skemmtilegt fjölskyldu- og partýspil sem nýtur sín best í góðra vina hópi. Leikmenn fá spjöld með lýsingarorðum og þurfa að velja þau spil sem lýsa meðspilurunum best. Hver í hópnum er nördinn og hver er hjálpsamur? Það er ekkert eitt rétt svar því leikmenn fá stig fyrir það hversu margir eru sammála.

Spilið hentar frábærlega í vinahópinn því reglurnar eru einfaldar, spilatíminn er stuttur og allir gera á sama tíma - engin bið eftir öðrum.

KAUPA

Fólkið bakvið spilið

Bergur Hallgrímsson

Fyrrverandi frjálsíþróttakappi sem forritar á daginn og hjálpar unglingum með stærðfræði á kvöldin. Hef óbilandi trú á að ég geti allt, en mistekst samt oftast. Fæ útrás í ræktinni og hreinsa hugann í heitu pottunum og gufunni.

Tinna Finnbogadóttir

Nörd með óþrjótandi þörf til að besta allt sem á vegi hennar verður. Finnst gaman að grúska í tölum og orðum. Ástríðufull um uppeldismál og hljóða byltingu með bættum samböndum okkar við börn. Nautnaseggur og súkkulaðifíkill sem verður að fá einn kaffibolla á dag.

Höfundar: Bergur Hallgrímsson & Tinna Finnbogadóttir
Hönnun: Bayurisna & Bergur Hallgrímsson
Útgefandi: Þú og ég ehf., Hlíðarvegi 41, 200 Kópavogur
© Þú og ég ehf., 2018. Allur réttur áskilinn.

Náðu í reglurnar

Vantar þig aðstoð?

Skiptir engu máli hvað það er. Hvort sem það vantar eitthvað í kassann eða ef þið viljið útkljá vafaatriði á spilakvöldi.

Ekkert er of smávægilegt. Hafðu samband.